Prófanir og eftirlit með málmsuðu
Fyrsta skrefið í að meta gæði suðunnar er sjónskoðun, eftir það eru ýmsar leiðir til við að meta gæðin án þess að skemma suðuna.
Gústaf A. Hjaltason, fagstjóri suðumála hjá IÐUNNI fræðslusetri er nýr stjórnandi málm- og véltæknihluta Augnabliks í iðnaði. Fyrstu gestir Gústafs eru þeir Haraldur Baldursson hjá HB tækniþjónustu og Unnar Víðisson frá Eflu.
Þeir ræða um málmsuðu, hönnun og framkvæmd á verkstað og hvernig gæðastöðlum er framfylgt en einnig um skaðlausar prófanir og hvað þarf til að sinna slíku eftirliti.
Mjög áhugaverð umræða um gæðamál í málmsuðu.
Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify