Námsstjórnunarkerfi fyrir viðskiptavini
Ungir íslenskir eldhugar hafa hannað námsstjórnunakerfi sem er nokkuð ólíkt þeim sem til eru á markaðinum í dag
Fyrirtækið LearnCove er fimm ára gamalt og hefur á stuttum tíma tekið miklum breytingum. Samnefnt námsstjórnunarkerfi var upphaflega hugsað fyrir íslenska grunnskóla en nýtist ekki síður fyrirtækjum sem vilja kenna viðskiptavinum á lausnirnar sínar.
Námstjórnunarkerfi geta verið mjög ólík segir Aðalheiður, þau geta verið gagnleg við innri fræðslu starfsfólks og hverskyns nám og námskeið. Okkar áherslur í dag liggja í utanhúss fræðslu fyrirtækja ef þannig má að orði komast, þar sem hugbúnaðurinn er nýttur til að fræða viðskiptavini framleiðslufyrirtækja.
Kerfið styður notkun myndskeiða og sýndarveruleika en einnig er hægt að setja inn handbækur eða önnur skjöl sem til eru. Við viljum færa gömlu handbækurnar úr því að vera á pappírsformi í það að vera meira lifandi segir Aðalheiður. Það fylgir því mikil vinna að vera alltaf á staðnum hjá viðskiptavininum, sérstaklega ef hann er staðsettur erlendis og þá kemur hugbúnaðurinn að góðum notum.
Aðalheiður segir að framtíð LearnCove liggi í auknu samstarfi á alþjóðamarkaði. Markmiðið er að framleiðendur á ýmsum vél- og hugbúnaði geti nýtt betur þjálfunarmöguleika fyrir sína viðskiptavini.