Aukið framboð vefnámskeiða
Við höfum unnið hörðum höndum að því undanfarið að auka framboð vefnámskeiða á sem flestum sviðum.
Eins og nafnið gefur til kynna fara vefnámskeið IÐUNNAR alfarið fram á vefnum. Þau byggja á röð myndskeiða þar sem efni námskeiðsins er sett fram af kennara. Vefnámskeið getur auk þess innihaldið vísanir á vefi og/eða skjöl ef tilefni er til slíks.
IÐAN framleiðir vefnámskeið á öllum sviðum þó vissulega séu þau mismörg eftir greinum. Námskeiðin eru flest opin í mánuð eftir að opnað hefur verið fyrir aðgang. Vefnámskeið eru endurgjaldslaus fyrir félagsmenn IÐUNNAR nú á 15 ára afmælisári okkar.
Hér fyrir neðan getur að líta yfirlit yfir nýjustu vefnámskeiðin:
Byggingagreinar
- Stafræn gæðastýring
- Öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir byggingarframkvæmdir
Prent- og miðlunargreinar
- Photoshop Masterclass
- asdf
Matvæla- og veitingagreinar
- sadf
Námskeið fyrir alla
- Einfaldlega OneDrive
- Einfaldlega Teams (ný útgáfa)