Matarspor, kolefnisreiknir fyrir mötuneyti og matsölustaði
Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur á samfélagssviði Eflu verkfræðistofu, kynnir hér til sögunnar Matarspor, sem er kolefnisreiknir fyrir mötuneyti og matsölustaði.
Matarspor er þjónustuvefur sem Efla verkfræðistofa hefur hannað fyrir mötuneyti og matsölustaði til að reikna og birta á myndrænan hátt kolefnisspor máltíða og rétta. Kolefnisspor máltíðanna er sett í samhengi við það hversu langt þyrfti að aka fólksbíl til að losa sama magn gróðurhúsalofttegunda.
Allar frekari upplýsingar um Matarspor má finna á vef Eflu verkfræðistofu.