Sumarheimsókn á Sólheima
Á Sólheimum búa og starfa fleiri en hundrað manns að listsköpun, skógrækt, matreiðslu og matvinnslu, en færri vita að þar er rekinn fjölmiðill sem heldur úti reglulegri dagskrá.
ÐAN fræðslusetur ákvað að brjóta upp formlega dagskrá vegna og lagði leið sína á Sólheima til þess að ræða við dagskrárgerðarfólkið á ÚPS! (Útvarp Sólheimar )og komst að því að það dreymir um að stofna sjónvarpsstöð. „Til þess að það gerist þá þarf Pétur helst að selja bílinn sinn,“ segir Leifur Þór Ragnarsson einn dagskrárgerðarmanna og gerir að gamni sínu en Pétur Thomsen ljósmyndari og listamaður er útvarpsstjóri ÚPS! Margt kom við sögu í þessari sumarheimsókn IÐUNNAR fræðsluseturs á Sólheima, söngur og gleði, frásögn af hundi sem kann að renna sér niður rennibraut og afar háskaleg dagskrárgerð.
Flestir dagskrárgerðarmanna voru mættir til skrafs fyrir utan hann Kristján Atla Sævarsson sem var upptekinn. Kristján heldur úti skemmtilegum þætti þar sem hann fer yfir merkisviðburði dagsins. Ágúst Þorvaldur Höskuldsson sem er jafnan kallaður Gústi, hefur sérstakan áhuga á ættfræði og er feiknafljótur að rekja ættir þeirra sem hann lendir á spjalli við. Þessir hæfileikar stýrast af áhuga Gústa á fólki og sögu þess. Gústi hefur sérstaklega gaman að því að syngja í útvarpinu. María Jacobsen nálgast áttrætt en er allra kvenna hressust og stýrir Boccia liði Sólheima, stundar leiklist og syngur eins og Gústi. Gunnar Einarsson sem er jafnan kallaður séra Gunnar af félögum sínum boðar fagnaðarerindið í útsendingum. Gunnari er umhugað um tvennt öllu framar, sannleikann og kærleikann.
Leifur Þór Ragnarsson er mikill áhugamaður um tónlist og segir mikið spurt um Daða sem hann sjálfur er mjög hrifinn af en ÚPS! Berst fjöldi beiðna um óskalög. Honum finnst afar skemmtilegt að fá óskalagið Kúkur í lauginni með sveitinni Súkkat. Og þá er það hann Ármann Eggertsson sem er líklega sá fjölmiðlamaður sem hefur líklega lagt mest á sig fyrir útsendingu á gjörvöllu landinu þegar hann fótbrotnaði rétt fyrir útsendingu en lét engan vita af því og kláraði þáttinn áður en hann vildi láta líta á sig.
Gleðilegt sumar