Þetta snerist ekki um að bjarga heiminum, heldur fyrirtækinu
IÐAN fræðslusetur stendur fyrir röð opinna fyrirlestra um sjálfbærni í iðnaði.
Kasper Larsen forstjóri KLSP Pure Print flutti fyrirlesturinn: From Traditional Production to a Circular Business Model á föstudaginn í síðustu viku. Kasper er bókari að mennt og einn eiganda fyrirtækisins. KLS Pure Print var stofnað af langafa hans og afa árið 1945. Hjá fyrirtækinu starfa aðeins 45 starfsmenn en þrátt fyrir það er KLS Pure Print ein af 10 stærstu prentsmiðjum landsins. Þungamiðjan í starfseminni er offsetprentun þótt stafræn prentun sé mikilvæg þjónusta. Helstu markaðir sem KLS Pure Print starfar á er Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland.
Umbúðaframleiðsla fer mjög vaxandi
Kasper tiltók ástæður þess að hann ákvað að umbreyta allri starfsemi fyrirtækisins með sjálfbærni að sjónarmiði. Sú stærsta er samdráttur í prentiðnaði á heimsvísu. Kasper sagði markaðinn hafa dregist saman um 50%síðustu sex árin. Til að lifa af þyrfti nýja stefnu og rekstraraðfræði. „Þetta snerist ekki um að bjarga heiminum, heldur að bjarga fyrirtækinu,“ segir Kasper um ákvörðunina.