Vinna í votrými, norska leiðin
Björn Ágúst Björnsson, pípulagningameistari, vinnur um þessar mundir að því að þýða norska staðla um votrými yfir á íslensku.
Björn Ágúst starfar í dag hjá Tengi. Hann segir hér frá því, að í kringum árið 1996 hafi hann unnið að verkefni og fengið fyrir það viðurkenningu frá Lagnafélagi Íslands. Viðurkenningin gerði það að verkum, að Björn varð gagnrýnni á eigin vinnu. Hann langaði ekki lengur að vinna bara verkið, heldur skila virkilega góðu verki. Eftir því sem árin liðu færði hann sig meira út í tæknilegar útfærslur í pípulögnum og faglegar lausnir.
Björn er sérfræðingur í votrýmum sem í öllum venjulegu íbúðarhúsnæði eru baðherbergi og þvottahús. Hann segir eldhús ekki vera skilgreind sem votrými, en samkvæmt skilgreingunni eru votrými þau svæði þar sem fastlega má búast við vatni bæði á veggjum og á gólfi.
Það varð vendipunktur í lífi Björns þegar hann flutti ásamt fjölskyldunni til Noregs. Hann komst fljótleg að því, að miðað við kollega sína þar í landi, þá skorti hann þekkingu. Norska kerfið byggir, að hans sögn, á samvinnu fagaðila og notað sé staðlað verklag við frágang votrýma sem nær til allra þeirra iðnaðarmanna sem að verkinu koma.
Núna vinnur Björn að því að þýða norskra staðla um votrýmisvinnu, sem IÐAN mun gefa út og kynna fyrir fagfólki hér á landi. „Við erum ekkert að fara að borða fílinn í einum bita“ segir Björn. Það mun taka sinn tíma að að innleiða nýja staðla og jafnvel nýjan hugsunarhátt, en við teljum að þetta geti fækkað vatnstjónum sem tengjast votrýmum.
Kynntu þér fleiri þætti á Soundcloud eða Spotify.