Ertu að fara að kaupa þér rafbíl?
Árið 2020 náði Ísland merkilegum áfanga þegar kemur að nýskráningum nýorkubíla en 57,9% allra nýskráninga fólksbíla voru nýorkubílar (Rafmagn, tengiltvinn, hybrid og metan).
Það sem er ekki síður merkilegt er að 100% rafbílar voru með hæsta hlutfall nýskráninga eða 25,2% sem telur 2551 bíla og er það gríðarleg aukning í samanburði við fyrri ár. Í ljósi þessara vaxandi vinsælda rafbíla og er eflaust mikill fjöldi að velta því fyrir sér hvort skipta eigi yfir í rafbíl og því höfum við í IÐUNNI tekið saman nokkra punkta sem vert er að hafa í huga við kaup á rafbíl.