Að ráða rétta starfsmanninn

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir er stjórnenda- og rekstrarráðgjafi hjá Projects og hjálpar m.a. fyrirtækjum að ráða réttu starfsmennina.

Þegar ráðning stendur fyrir dyrum er mikilvægt að nýta sér skipulagt ferli, leggja vinnu í greiningu og temja sér öguð vinnubrögð út allt ráðningarferlið.

Það vill stundum verða tilhneying að flýta ráðnigarferlinu en Katarín Dóra mælir gegn því. Hún bendir einnig á að ráðningar eru ákveðið markaðs- og kynningarstarf fyrir fyrirtæki og því skiptir gríðarlegu máli að skilja vel við umsækjendur, með því t.d. að svara öllum umsóknum. Bak við hverja umsókn er manneskja sem hefur sýnt fyrirtækinu áhuga og það ber að virða.

En hvað svo ef tilfinningin verður sú að starfsmaðurinn valdi ekki starfinu? Fáðu svar við því og fleiri spurningum í hlaðvarpinu.

Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði á Soundcloud eða Spotify

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband