Staða iðnnema á námssamningi

Náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR aðstoða nemendur eins og kostur er á

    Ágætlega hefur tekist að tryggja stöðu iðnnema á námssamningum vegna COVID-19 og nú eru í gildi 724 námssamningar. Staða iðnnema á samningi er þó í einhverjum tilfellum ótrygg vegna COVID-19, dæmi eru um að samningum hafi verið sagt upp og nemar séu í skertu starfshlutfalli.

    Samband íslenskra framhaldsskóla (SÍF) hefur biðlað til skóla -og fræðslustofnana að koma til móts við nemendur eins og hægt er vegna óvissunnar sem nú ríkir og veita þeim eins greinargóðar upplýsingar um stöðuna og hægt er. Staðan er afar misjöfn á milli iðngreina. Við hjá IÐUNNI fræðslusetri sjáum sérstaka ástæðu til að upplýsa nema á námssamningi í matreiðslu og framreiðslu um stöðuna.

    Skert starfshlutfall metið að fullu

    Þeir nemar sem hafa verið í í 25% starfshlutfalli frá mars til júní 2020 og eru í 50% starfshlutfalli í júlí og ágúst fá þann tíma metinn að fullu sem hluta af vinnustaðanámi sínu.

    Nemendur láti vita af uppsögn

    Nemendur sem hafa möguleika að skrá sig í 2. eða 3. Bekk í Hótel- og matvælaskólann (MK) eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Baldur Sæmundsson áfangastjóra í netfangið baldur.saemundsson@mk.is. Nemendur í matreiðslu og framleiðslu sem hafa fengið uppsögn á námssamningi eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við IÐUNA fræðslusetur með tölvupósti í netföngin helga@idan.is eða olafur@idan.is. Við munum fara yfir möguleg úrræði í boði og aðstoða nemendur eins og kostur er.

    Án námsssamninga geta iðnnemar ekki lokið við nám sitt og þurfa ráðgjöf og stuðning til framhalds á námi sínu. Nemendum í öðrum iðngreinum sem heyra undir IÐUNA fræðslusetur og óska eftir viðtali við náms- og starfsráðgjafa er bent á að bóka tíma í síma 590-6400 eða með tölvupósti á netfangið radgjof@idan.is.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband