Slow food menningin með matreiðslumeistaranum og kennaranum Hinriki Carl Ellertssyni

Hinrik Carl fræðir okkur um andsvar Ítala við „fast food“ menningunni svo nefndu og hvernig það hefur svo rutt sér til rúms um allan heim.

Hinrik Carl, matreiðslumeistari, er hafsjór af fróðleik og hefur komið að mörgum skemmtilegum verkefnum. Línan fyrir framtíðarstarfið var lögð í eldhúsinu hjá ömmu og afa þar sem hann, tveggja ára gamall, bakaði með þeim lummur. Hann var líka síðasti neminn á Cafe Óperu og hefur unnið hjá Mitchelin veitingahúsi. Hinrik er nú kennari í Hótel- og matvælaskólanum.

Sá sem borðar á að verða fyrir upplifun segir Hinrik Carl, því það að fæða fólk er bæði listform og iðngrein. Hinrik rekur hér stuttlega sögu Slow Food hugmyndafræðinnar og segir hana henta sér vel þar sem afurðir eru fullnýttar og verslað sé við minni birgja.

Einkunnarorð slow food eru „Good, clean and fair" segir Hinrik, enda byggir hún á því að allir geti gengið sáttir frá borði, sá sem framleiðir, sá sem eldar og sjálfur neytandinn.

 

 

Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði: á Soundcloud eða Spotify

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband