LEAN á bílaverkstæði
Guðmundur Ingi Skúlason, framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Kistufells, segir okkur frá hvernig hann gerði daglegan rekstur skilvirkari með LEAN aðferðafræðinni.
Guðmundir Ingi rekur bifreiðaverkstæðið Kistufell að Tangarhöfða í Reykjavík. Kistufell var stofnað árið 1952 og er Guðmundur þriðji ættliður sem rekur fyrirtækið.
Að sögn Guðmundar hafa miklar breytingar orðið á vinnuaðstöðu í bílgreinum, allt er orðið miklu mun tæknilegra og búnaðurinn að sama skapi flóknari. Sviðið er mjög breitt segir Guðmundur og tækifærin að sama skapi fjölbreytt fyrir þá sem vilja helga sig bílgreinum. Það er jákvæð þróun að hans mati að fleiri konur eru að mennta sig í faginu.
Kistufell tók upp LEAN aðferðafræðina sem hefur haft gríðarleg áhrif á daglegt starf. Það gerir hluti einfaldari og allt verður skilvirkara, en meira er fjallað um það í hlaðvarpinu.