Augnablik í iðnaði - hlaðvarp IÐUNNAR
IÐAN fræðslusetur hefur hleypt af stokkunum hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði.
Viðfangsefni þáttanna er fjölbreytt enda tengjumst við mörgum iðngreinum, starfsmönnum og stjórnendum um land allt. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum, s.s. Soundcloud, Spotify og Apple. Markmiðið með Augnablik í iðnaði er að efla umræðu og vitund um íslenskan iðnað og allt sem viðkemur honum. Leiðarljós hlaðvarpsins er fræðsla, fjör og fagmennska.
Í fyrsta þættinum fjallar Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar, um þrautsegju í lífi og starfi. Við munum svo gefa út nýja þætti vikulega, á fimmtudögum og hvetjum auðvitað alla til að gerast áskrifendur.
Við tökum fagnandi á móti öllum ábendingum og endilega hafið samband við okkur (hladvarp@idan.is) ef þið lumið á áhugaverðum viðmælendum eða viðfangsefnum.