Framlengdur umsóknarfrestur til sveinsprófs
Umsóknarfrestur til að sækja um sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum er framlengdur til 1. maí nk.
Umsóknarfrestur til að sækja um sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum er framlengdur til 1. maí nk.
Nánari upplýsingar um tímasetningar á prófum í einstaka iðngreinum verður auglýstur á heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs www.idan.is þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
Óskað er eftir að umsóknir verði sendar í tölvupósti á idan@idan.is eða í bréfpósti. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hér á vef IÐUNNAR.
Sveinspróf verða haldin í eftirtöldum iðngreinum ef næg þátttaka fæst:
- Í matvælagreinum
- Í múraraiðn
- Í málaraiðn
- Í bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun
- Í gull og -silfursmíði
- Í klæðskurði
- Í kjólasaum
- Í málmiðngreinum
Próftakar sem þurfa á sérúrræði að halda í sveinsprófi eru hvattir til að sækja um viðeigandi úrræði til náms- og starfsráðgjafa IÐUNNAR fyrir 1. maí nk. á netfangið radgjof@idan.is
Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast vorið 2020.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum.
Væntanlegir próftakar eru hvattir til að fylgjast með nánari tilkynningum um framkvæmd sveinsprófanna á heimasíðu IÐUNNAR en nýjar fréttir verða uppfærðar á heimasíðunni um leið og þær liggja fyrir.
Hér er tilkynning frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi sveinspróf.