Varúð og hreinlæti er í fyrirrúmi hjá IÐUNNI
IÐAN fræðslusetur fylgir í einu og öllu leiðbeiningum og fyrirmælum yfirvalda vegna COVID-19 veirunnar.
Ekkert námskeið hjá IÐUNNI hefur verið fellt niður vegna COVID-19 en stjórnendur fara næstu vikur daglega yfir stöðuna og endurskoða viðburði á vegum IÐUNNAR.
Sótthreinsunarspritt er aðgengilegt við kennslustofur og á salernum. Þrif hafa verið aukin á snetiflötum og í kennslustofum hefur bil á milli borða verið aukið. Vegna þessara ráðstafana þarf að takmarka hámarksfjölda nemenda í námskeiðum IÐUNNAR.
Nemendur sem þurfa að halda sig frá námi vegna fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda eða vegna veikinda fá allan þann sveigjanleika sem við getum veitt varðandi námið. Boðið er upp á fjarnám í rauntíma á þeim námskeiðum þar sem því verður viðkomið. Látið vita ef þörf er á slíkri kennslu á mottaka@idan.is. IÐAN fylgir fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu.
Nýjustu upplýsingar og leiðbeiningar á hverjum tíma er ávallt að finna á vef Landlæknis og nemendur og starfsmenn eru hvattir til að kynna sér þær vandlega: www.landlaeknir.is