IÐAN kynnir vefnámskeið
IÐAN fræðslusetur hefur gefið út þrjú vefnámskeið og verður aðgangur að þeim endurgjaldslaus fyrir alla sem áhuga hafa út marsmánuð. Námskeiðin sérðu á forsíðu vefs IÐUNNAR.
Vefnám er ný fræðsluleið hjá IÐUNNI þar sem kennslan fer alfarið fram með myndskeiðum á vefnum. Skráning á vefnámskeið fer fram á sama hátt og skráning á önnur námskeið og að skráningu lokinni opnast fyrir aðgang að viðkomandi námskeiði á mínum síðum þátttakanda. Vefnámskeið er yfirleitt opið í 30 daga frá skráningu og innan þess tíma geta þátttakendur ráðið sínum námshraða. Aðstoð vegna vefnámskeiða veitir IÐAN í tölvupóstinum idan@idan.is.
Það er okkar markmið að auka framboðið á gagnlegum vefnámskeiðum jafnt og þétt og viljum við vanda vel til verka. Við erum að taka okkar fyrstu skref á þessum vettvangi og óskum því eftir ábendingum frá þátttakendum um það sem betur má fara. Þannig getum við best þróað þessa námsleið hratt og vel.
Allar ábendingar um áhugaverð viðfangsefni í vefnámi eru einnig vel þegnar. Vinsamlegast komið ábendingum á framfæri hér. Ábendingar eru ekki sendar undir nafni.