Sveppir og sveppatínsla
IÐAN kynnir stórskemmtilegt námskeið fyrir alla þá sem vilja fræðast um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerð.
Kennari á námskeiðinu er Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og höfundur Sveppahandbókarinnar.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta er fyrirlestur og sýnikennsla í greiningu og frágangi á sveppum en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að tína matarsveppi. Þeir greina og hreinsa sveppi. Á námskeiðinu er einnig fjallað um helstu geymsluaðferðir sveppa og nýtingarmöguleika. Námskeiðið hefst þann 31. ágúst nk.
Þátttakendur hafi í huga að velja klæðnað sem hentar veðri og taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í. Einnig er ráðlagt að hafa með heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og er haldið í Keldnaholti.