Átta þernur útskrifast úr VISKA verkefninu

Nýverið útskrifaði IÐAN fræðslusetur átta þernur sem stóðust hæfniviðmið þernustarfa á Íslandi.

    Nýverið útskrifaði IÐAN fræðslusetur átta þernur sem stóðust hæfniviðmið þernustarfa á Íslandi. Þernurnar koma allar frá Póllandi og hafa búið hér um árabil. Verkefnið er hluti af  VISKA – sem er tilraunaverkefni um raunfærnimat fyrir innflytjendur.

    Hæfniviðmiðin voru unnin í samvinnu við atvinnulífið og innihalda skilgreiningu starfsins og kröfur. Hæfniviðmið starfa byggja á leiðbeiningum frá Fræðslumiðstöð atvinnulífisins. Centerhótel Miðgarður bauð til útskriftarveislu fyrir hópinn og kunnum við þeim bestu þakkir.

     

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband