Fyrirtæki sem lærdómsvettvangur í iðn- og starfsnámi
Í nýjasta tölublaði ECVET (tímarit um einingakerfi í iðn – og starfsnám í Evrópu) birtist grein eftir Helen Gray og fleiri sérfræðinga.
Í nýjasta tölublaði ECVET (tímarit um einingakerfi í iðn – og starfsnám í Evrópu) birtist grein eftir Helen Gray og fleiri sérfræðinga, en Helen er þróunarstjóri hjá IÐUNNI fræðslusetri. Greinin fjallar um gæðakerfi, vottun og viðurkenning á framlagi fyrirtækja sem lærdómsvettvangur í iðn- og starfsnámi. Vottunin snýr að fyrirtækjum sem taka þátt í námsmannskiptum í Evrópu.