IÐAN hlýtur EQM+ vottun
Í dag fékk IÐAN fræðslusetur formlega afhenta EQM+ vottunina frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
IÐAN fékk EQM vottun árið 2012 fyrst fræðslufyrirtækja á Íslandi fyrir gæði í fræðslustarfi. EQM er hannað til að mæta síauknum kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæðaviðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis. EQM tekur mið af gæðum þjónustu, innri gæðastjórnun, verklagsreglum og starfsháttum.
Í dag fengum við svo formlega afhenta EQM+ vottun sem merkir að við uppfyllum einnig viðmið um gæði í náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimati.
Sveinn Aðalsteinsson frá Fræðslumiðstöð atvinnulífins afhenti Hildi Elínu Vigni, framkvæmdastjóra IÐUNNAR, staðfestingu á vottuninni í dag.