Kynning á þrívíddarskönnum
Tick Cad og IÐAN fræðslusetur bjóða öllum sem hafa áhuga á þrívíddarskönnun á kynningu fimmtudaginn 7. mars nk. frá 08:30 til 12:00.
Tick Cad og IÐAN fræðslusetur bjóða öllum sem hafa áhuga á þrívíddarskönnun á kynningu fimmtudaginn 7. mars nk. frá 08:30 til 12:00. Á kynningunni fá þátttakendur innsýn og dæmi um hvernig 3D FARO® skannar nýtast til landmælinga, gæðastjórnunar einstaklinga, mælingar á frumgerðum, afhendingu verkfæra og íhluta, athugun slitflata, hraðari vöruþróun og framkvæmd verkefna.
Farið verður yfir þá vinnuferla og þann hugbúnað sem liggja að baki leysisskönnunar og kynntir verða FARO® 3D Design ScanArm® og FARO® Focus skannar.
Þátttaka er ókeypis en fjöldi sæta er takmarkaður. Skráðu þig i dag. Kynningin verður í húsnæði IÐUNNAR að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.