Kynning á suðuvél fyrir bifreiðaverkstæði
Fimmtudaginn 21. febrúar nk. verður Migatronic með kynningu og sýningu í Vatnagörðum 20 á suðuvél sem er sérstaklega hönnuð fyrir bifreiðaverkstæði.
Fimmtudaginn 21. febrúar nk. verður Migatronic fyrirtækið með kynningu og sýningu á suðuvél sem er sérstaklega hönnuð fyrir bifreiðaverkstæði. Á staðnum verða tveir sérfræðingar, Þórir Ólafsson og Henrik Overgaard, sem sýna og kynna gripinn.
Vélin er til í þremur útgáfum: með einni spólu 15 kg, tveimur spólum 15 kg og með þremur 5 kílóa spólum. Vélin er sérstaklega góð til suðu á áli, koparbrasi og venjulegu járni. Hún kemur einnig með tvöföldum púlsi.
Kynningin fer fram húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík, frá kl 14.00 til og með 16.00.
Smelltu hér til að sækja bækling með frekari upplýsingum.