Vorönn 2019 er hafin. Ert þú búin/n að skrá þig á námskeið?
Fyrstu námskeið IÐUNNAR fræðsluseturs á vorönn 2019 eru hafin. IÐAN gefur ekki lengur út hefðbundinn námssvísi heldur eru allar upplýsingar um námskeið birtar á vef IÐUNNAR þar sem skráning fer einnig fram.
Yfir 140 námskeið eru nú þegar í boði hjá IÐUNNI á vorönn 2019 og fleiri væntanleg á vefinn. Það er því mikilvægt að fylgjast vel með námskeiðsframboðinu á vefnum. Einfaldasta leiðin til þess er að skrá sig á póstlista IÐUNNAR á forsíðu vefsins (skrunaðu niður) og fá reglulega sent yfirlit yfir næstu námskeið og viðburði.
Ef þú finnur ekki námskeiðið sem þig vantar á dagskrá IÐUNNAR er um að gera að kanna námskeiðsbanka okkar, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar öll námskeið sem við getum boðið upp á og senda okkur fyrirspurn. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á idan@idan.is ef þú vilt fá tilkynningu um leið og námskeið sem þú vilt sækja verður í boði.
Við hvetjum þátttakendur á námskeiðum og fyrirtæki til að nýta sér aðgang sinn að mínum síðum á vef IÐUNNAR. Á mínum síðum er einfalt að fá yfirlit yfir námskeið á næstunni og námsferil viðkomandi hjá IÐUNNI. Á mínum síðum geta fyrirtæki einnig fengið yfirlit yfir öll námskeið sem þau hafa greitt fyrir.