Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema - umsókn
Forkeppni í Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema verður haldin miðvikudaginn 9. janúar 2019. Þú getur sótt umsóknareyðublaðið hér.
Forkeppni í Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema verður haldin miðvikudaginn 9. janúar 2019. Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða klassískan forrétt og eftirrétt.
Keppnin í framreiðslu skiptist í eftirfarandi; skriflegt próf, blöndun drykkja – tveir drykkir, kvöldverðaruppdekkning ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti, umhelling og fjögur sérvettubrot.
Ekki er ætlast til að að keppendur hafi aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefnisins.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Stokkhólmi dagana 26 – 27. apríl 2019.
Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2019 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2019.
Nánari upplýsingar verða sendar út á keppendur í byrjun desember.
Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR Vatnagörðum 20. Netfang: olafur@idan.is. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2018. Forkeppni í matreiðslu og framreiðslu verður haldin 9. janúar kl. 16.00.