Hvers vegna gæðastjórnunarkerfi - hver er ávinningurinn?
Fyrsti fundur IÐUNNAR og Samtaka iðnaðarins í fundarröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði var haldinn miðvikudaginn 24. október sl.
Fundurinn sem bar yfirskriftina “Hvers vegna gæðastjórnunarkerfi – hver er ávinningurinn?” var haldinn í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20 og var mjög vel sóttur.
Á fundinum fluttu eftirfarandi aðilar framsögu.
- Jón Guðmundsson, fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun
- Guðrún Ólafsdóttir, gæðastjóri VHE
- Eyjólfur Bjarnason, gæðastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols
Í lokin gafst tími fyrir fyrirspurnir og umræður.