Lean - straumlínustjórnun
IÐAN fræðslusetur býður upp á þrjú námskeið straumlínustjórnun eða Lean aðferðafræðinni í vetur.
Lean Management (straumlínustjórnun) á rætur sínar að rekja til bílaiðnaðarins, ekki síst til stjórnkerfis Toyota. Eitt helsta viðfangsefni straumlínustjórnunar felst í því að greina og fjarlægja sóun í hvaða formi sem er hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða framleiðslu- eða þjónustufyrirtæki.
Í um 40 ár hafa fyrirtæki um allan heim verið að tileinka sér aðferðir Toyota til að auka framleiðni, sveigjanleika, flæði framleiðslunnar og til að bæta þjónustuna til viðskiptavina.
IÐAN fræðslusetur býður upp á þrjú námskeið í straumlínustjórnun í vetur:
- Lean fyrir verkstæði - 8. október
Farið verður yfir grunnatriðin í Lean ásamt helstu aðferðum sem fyrirtæki nýta sértil að bæta reksturinn. Tekin verða dæmi frá verkstæðum sem og öðrum fyrirtækjum sem hafa nýtt sér aðferðir Lean á árangursríkan hátt. Námskeiðið er 2 dagar(3 klst í senn).
Frekari upplýsingar og skráning
- Straumlínustjórnun - 11. október
Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og raun ber vitni. Fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna. Á fyrri degi námskeiðs verður unnið með hugmyndafræðin og hún sett í samhengi við nærumhverfi þátttakenda. Á seinni námskeiðsdegi verður farið í aðferðafræði og hún rýnd með augum þátttakenda með tilliti til notkunar í eigin umhverfi.
Frekari upplýsingar og skráning
- Straumlínustjórnun (Lean) II - 30. október
Straumlínustjórnun (e.Lean Management) er aðferðafræði sem snýr að því að hámarka virðissköpun í fyrirtækjum. Hér er á ferðinni framhaldsnámskeið straumlínustjórniunar I. Farið er dýpra í alla þætti virðissköpunar og hvernig lágmarka má sóun innan vinnustaða. Lagt verður upp með fjölbreyttar kennsluaðferðir á námskeiðinu og gagnvirkt flæði þátttakenda og leiðbeinanda.
Frekari upplýsingar og skráning