Drónar til gagns og gamans
Hátæknivædd flygildi með 2ja km drægni og tæplega 70 km/klst hámarkshraða, öfluga myndavél og merkilega góða árekstrarvörn eru orðin almenningseign.
Fyrir aðeins örfáum árum hefðu það þótt all nokkur tíðindi að sjá dróna sveima yfir höfðum fólks á vinsælum áfangastöðum í náttúru Íslands eða þá fjölsóttum mannamótum. Í dag þykir slíkt ekkert tiltökumál, nema þegar truflun verður af.
Hátæknivædd flygildi með 2ja km drægni og tæplega 70 km/klst hámarkshraða, öfluga myndavél og merkilega góða árekstrarvörn eru orðin almenningseign. Slík tæki eru vinsæl í myndatökum og til kvikmyndagerðar en líkt og með aðrar nýjungar þá er að ýmsu að hyggja.
IÐAN fræðslusetur býður upp á tvö námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að taka ljósmyndir og kvikmyndir með drónum. Grunnnámskeið sem nefnist Drónamyndatökur og svo námskeiðið Drónamyndatökur - framhald þar sem m.a. er fjallað um vinnsluaðferðir á myndefni sem tekið er með drónum. Kennari á námskeiðunum er Óli Haukur sem býr yfir mikilli þekkingu á drónamyndatökum og rekur fyrirtækið Ozzo photography.
Á bygginga- og mannvirkjasviði IÐUNNAR er í boði námskeiðið Drónar í byggingariðnaði sem er ætlað byggingarmönnum er vilja nýta sér tækni fjórðu iðnbyltingarinnar. Kennari er Jón Halldór Arnarson, verkfræðingur. Á námskeiðinu verður fjallað um þá fjölmörgu möguleika sem bjóðast við notkun dróna s.s. eftirlit, magntöku, mælingar o.fl. Einnig verður farið yfir gerðir dróna og helstu atriði sem hafa þarf í huga við notkun þeirra. Námskeiðið er einnig haldið á Akureyri.