Íslenskt lambakjöt með japönskum hætti
Japanski kjötskurðarmeistarinn Yoshinori Ito frá Sapporó í Japan kennir á afar spennandi námskeiði sem kallast Íslenskt lambakjöt með japönskum hætti.
Japanski kjötskurðarmeistarinn Yoshinori Ito frá Sapporó í Japan kennir á afar spennandi námskeiði sem kallast Íslenskt lambakjöt með japönskum hætti. Námskeiðið verður haldið föstudaginn 31. ágúst nk. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Yoshinori verður með sýnikennslu en hann er sérfræðingur í skurði á lambakjöti. Á námskeiðinu úrbeinar hann lambaskrokk, fer yfir notkun og nýtingu á vöðvum og matreiðir nokkra rétti.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar og skrá þig á námskeiðið