Sveppir og sveppatínsla

IÐAN fræðslusetur býður upp á sérlega áhugavert námskeið fyrir alla sem vilja fræðast meira um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerð.

Nú er sveppatímabilið um það bil að hefjast og í tilefni af því býður IÐAN fræðslusetur upp á sérlega áhugavert námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á því að fræðast meira um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerð.

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 25. ágúst nk og skiptist í tvo hluta:

Í fyrri hluta er fyrirlestur og sýnikennsla í greiningu og frágangi á sveppum en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að tína matarsveppi. Þeir greina og hreinsa sveppi. Fjallað er um helstu geymsluaðferðir sveppa og nýtingarmöguleika.

Smelltu hér til að skrá þig

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband