Kynningarfundur um raunfærnimat
15. janúar kl. 17.00

Kynningarfundur um raunfærnimat verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar kl.17:00 í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20. Allir velkomnir.

    Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Þessi leið hefur skilað góðum árangri þar sem margir þátttakendur raunfærnimatsins hafa haldið áfram námi og lokið sveinsprófi að loknu matinu. Hér er áhugavert útvarpsviðtal við Eddu Jóhannesdóttur, náms- og starfsráðgjafa, um raunfærnimat.

    Áformað er að raunfærnimat fari fram í eftirfarandi iðn- og starfsgreinum vorið 2018:

    • Húsasmíði og múraraiðn
    • Bifvélavirkjun,
    • bifreiðasmíði og bílamálun
    • Matreiðslu og matartækni
    • Netagerð
    • Skrúðgarðyrkju
    Allar nánari upplýsingar um raunfærnimat veita náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR í síma 590 6400 eða radgjof@idan.is.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband