Fjölbreytt fræðsla
Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustönn 2017 er kominn út. Námskeiðsframboð haustsins er fjölbreytt að venju og bjóðum við ma. upp á námskeið í drónamyndatökum, þrívíddarprentun, húsgagnaviðgerðum, iðntölvustýringum og blöndun á kokteilum sem innihalda íslenskar villijurtir. Námsvísirinn inniheldur auk þess upplýsingar um aðra þjónustu sem IÐAN veitir s.s. náms- og starfsráðgjöf og umsýslu með námssamningum og sveinsprófum. Smelltu hér til að fletta námsvísinum á vefnum.
Skráning á námskeiðin fer fram hér á glænýjum vef IÐUNNAR fræðsluseturs.