Starfskynning - bakstur

Föstudaginn 19. maí gafst tólf nemendum Ölduselsskóla tækifæri til að kynnast námsumhverfi bakaradeildar Menntaskólans í Kópavogi.

    Föstudaginn 19. maí gafst tólf nemendum Ölduselsskóla tækifæri til að kynnast námsumhverfi bakaradeildar Menntaskólans í Kópavogi. Um er að ræða tilraunaverkefni sem  IÐAN fræðslusetur stendur að og snýst um að gefa nemendum úr valnámskeiðum í grunnskólum kost á að kynnast af eigin raun námi og störfum í iðngreinum,

    Áhuginn var sannarlega fyrir hendi þennan dag enda tóku nemendur baksturinn fram yfir frí frá skóla og mikið  blíðskaparveður. Unnið var baki brotnu allan tímann sem starfskynningin stóð yfir og afraksturinn ekki af verri endanum;  sólskinsbros, reynsla og fullir pokar af nýbökuðum brauðum og kökum.

    Ásgeir kennari og nemendahópurinn unnu saman sem einn bakari enda voru töfrar í loftinu, töfrar sem smám saman breyttust í gómsætt bakkelsi. Takk Ásgeir og MK, takk IÐAN og takk krakkar fyrir frábæran dag!

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband