Útskrift úr raunfærnimati
IÐAN fræðslusetur útskrifaði tæplega 50 manns úr raunfærnimati að Vatnagörðum 20 í fyrradag. Þátttakendur komu úr ýmsum áttum enda útskrifað úr óvenju mörgum greinum í þetta skiptið.
IÐAN fræðslusetur útskrifaði tæplega 50 manns úr raunfærnimati að Vatnagörðum 20 í fyrradag. Þátttakendur komu úr ýmsum áttum enda útskrifað úr óvenju mörgum greinum í þetta skiptið.
Flestir voru þátttakendur í húsasmíði en einnig var útskrifað úr raunfærnimati í bifvélavirkjun, bílamálun, bifreiðasmíði, málmsuðu, pípulögnum, múraraiðn, grafískri miðlun, framreiðslu og matreiðslu.
Starfsmenn þeirra framhaldsskóla sem kenna viðkomandi greinar voru á staðnum og veittu upplýsingar um námsframboð sinna skóla. Einnig var hægt að skrá sig strax í nám á staðnum og nýttu nokkrir sér þann möguleika.
Sú nýbreytni var á framkvæmd raunfærnimatsins, að í fyrsta sinn voru niðurstöðurnar skráðar beint í INNU, nemendabókhald framhaldsskólanna.
Við óskum öllum sem luku raunfærnimatinu í gær til hamingju með áfangann.