IÐAN hlýtur verðlaun fyrir raunfærnimat
IÐAN fræðslusetur hlaut aðalverðlaunin á alþjóðlegu VPL Biennale ráðstefnunni um raunfærnimat, sem haldin var í Árósum í Danmörku.

IÐAN fræðslusetur hlaut í dag aðalverðlaunin á alþjóðlegu VPL Biennale ráðstefnunni um raunfærnimat, sem haldin var í Árósum í Danmörku.
Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framkvæmd á raunfærnimati og voru verkefni frá sjö löndum tilnefnd. Aðaláhersla í ár var lögð á ávinning raunfærnimats fyrir þátttakendur og var IÐAN eins og áður segir hlutskörpust.
Verðlaunin eru frábær viðurkenning fyrir starf undanfarinna ára og gott veganesti til framtíðar.