IÐAN fær fræðslustjóra að láni
Föstudaginn 4. nóvember sl. skrifaði IÐAN fræðslusetur undir samning um verkefnið fræðslustjóri að láni. Ragnar Matthíasson, ráðgjafi frá RM Ráðgjöf, stýrir verkefninu og mun hann á næstu vikum þarfagreina fræðslu- og þjálfunarþörf hjá IÐUNNI.

Föstudaginn 4. nóvember sl. skrifaði IÐAN fræðslusetur undir samning um verkefnið fræðslustjóri að láni. Ragnar Matthíasson, ráðgjafi frá RM Ráðgjöf, stýrir verkefninu og mun hann á næstu vikum þarfagreina fræðslu- og þjálfunarþörf hjá IÐUNNI.
Sjóðir sem að verkefninu koma eru Starfsmennasjóður verslunar- og skrifstofufólks og IÐAN fræðslusetur.
Hjá IÐUNNI starfa 25 manns og er hlutverk IÐUNNAR að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði. IÐAN hefur hlotið EQM (European Quality Mark) gæðavottunina sem er staðfesting á því að námskeið IÐUNNAR standast evrópskar kröfur um gæði fræðsluaðila.