image description
Staðnám

Skráning - Verkefna- og gæðastjórnun fyrir verkefna- og byggingarstjóra

Námskeiðið er byggt á kröfum opinberra verkkaupa um gæðastjórnun og bókinni Verkefna- og gæðastjórnun - Handbók stjórnenda við mannvirkjagerð. Námskeiðið er ætlað stjórnendum og eftirlitsaðilum við mannvirkjagerð. Farið er í saumana á kröfum opinberra verkkaupa og kröfum í byggingareglugerð og sýnd dæmi um verklagsreglur, áætlanir og eftirlitsblöð. Á námskeiðinu fá þátttakendur góða yfirsýn yfir nauðsynlega verkferla frá upphafi verks til verkloka og eru færir um að útbúa og leggja fram nauðsynleg gögn samkvæmt kröfum opinberra verkkaupa og byggingarreglugerðar um gæðatryggingu.

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 45000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 9000 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband