Staðnám (fjarnám í boði)
Skráning - Krosslímdar timbureiningar - CLT
Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með krosslímdar timbureiningar (CLT). Fjallað verður um gerð og tegundir eininganna og helstu eiginleika þeirra. Sérstaklega verður fjallað um rakaástand eininganna á uppsetningartíma og varnir á viðkvæmum stöðum í samsetningum. Fjallað verður um raka í timbri, útþornun, mælingaaðferðir og geymslu á byggingarstað. Fjallað um sérstöðu Íslands veðurfræðilega séð og áskoranir tengdu því.