Staðnám
Skráning - Málmsuða - grunnur - Íslensku - Ensku
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu og hlífðargassuðu, meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þá þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi ljósbogasuðu, lærir um meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu og verður fær um að stilla suðuvélar, mæla gasflæði, velja vír fyrir pinna- og MIG/MAG suðu, slípa skaut fyrir TIG suðu, sjóða einfaldar TIG, MIG/MAG og pinnasuður og loks beita öryggisákvæðum á vinnustað.