Staðnám
Skráning - IMI Rafbílanámskeið þrep 2.2 - Reglubundið viðhald raf- og tvinnbíla
Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt við almenn viðhald raf/tvinn bíla. Námskeiðið er þessvegna hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst. Námskeiðið er fyrir þá sem sinna þjónustu og viðhaldi bifreiða ásamt almennum viðgerðum og réttingu og málun. Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með vef og verklegu prófi.