Staðnám
Skráning - Jógúrt og sýrðar mjólkurvörur
Markmið námskeiðsins er að kynna framleiðslu á jógúrt, skyrgerð og sýrðum mjólkurafurðum. Grunnatriði sýrðra mjólkurafurða eru rædd og kenndar aðferðir við vinnslu þeirra. Fjallað eru um smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu – góðir og vondir gerlar ræddir, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til smáframleiðslu á sýrðum vörum. Þátttakendur fá framleiðslu dagsins með sér heim.