Staðnám
Skráning - Lasersuða - Hópur B
Á þessu stutta en hagnýta námskeiði fá þátttakendur kynningu á grundvallaratriðum lasersuðu og þeim helstu kostum sem tæknin býður upp á samanborið við hefðbundnar suðuaðferðir. Fjallað verður um mismunandi aðferðir, viðeigandi búnað og öryggiskröfur. Hver hópur fær einnig sýnikennslu og tækifæri til að prófa búnaðinn undir leiðsögn sérfræðings. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem vanari aðilum og veitir öfluga grunnþekkingu á framtíðartækni í málmsuðu.