Staðnám
Skráning - PitStop Pro - yfirferð skjala fyrir prentun
Þetta námskeið er ítarleg kynning á PitStop Pro, öflugu verkfæri fyrir grafíska miðlara sem gerir þeim kleift að yfirfara (preflight), lagfæra og breyta PDF skjölum fyrir prentun. Þátttakendur læra að greina villur í skjölum, leiðrétta sjálfkrafa algeng mistök og tryggja að skrár séu hæfar til prentunar. Á námskeiðinu er lögð áhersla á skilvirkni í prentferlum með notkun staðlaðra vinnubragða, svo sem leit að villum, skýrslugerð og ritstýringar.