Staðnám
Skráning - Hagnýtar gervigreindarlausnir í samstarfi við Endurmenntun Háskóla íslands
Námskeiðið Hagnýtar gervigreindarlausnir er í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Iðan fræðslusetur býður félagsfólki sínu námskeiðið á niðurgreiddu verði. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kynna fjölbreyttar leiðir til að nýta ChatGPT. Þátttakendur fá góða undirstöðuþekkingu og yfirsýn á möguleikum forritsins í fjölbreyttum verkefnum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist nægan skilning til að yfirfæra sína þekkingu á eigin verkefni í lífi og starfi.