Staðnám
Skráning - Vinnusmiðja í bókbandi með Gillian Stewart
Gillian Stewart heldur vinnusmiðju í bókbandi og segir frá verkum sínum. Markmið vinnusmiðjunnar er að þátttakendur læri fjölbreyttar og skapandi aðferðir Gillian og að veita innsýn í ferlið á bakvið handgerð bókverk með áherslu á liti, áferð og efnisnotkun. Farið verður í handlitanir og prentun á leðri, skreytingar á kanti blaðsíðna, Craquelle-áferð og notkun segla í bókbandi.