Staðnám
Skráning - Vín og vínfræði
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á vínum og vínfræðum. Í vínfræðinni er fjallað um vínekruna, um víngerð, þrúgur, uppruna þeirra, vínframleiðslu, á þroskun vína og flokkun þeirra, um fræðin að para vín með mat, um framreiðslu á vínum, um gæðamat vína, um vínmiða og verðmat á vínum og fl. Vínfræðin er tekin fyrir í fagbóklega hluta námskeiðsins og verður lesefni, myndefni og fl. aðgengilegt á vef IÐUNNAR. Verklegi hluti námskeiðsins er vínsmakk þar sem vín frá Frakklandi, frá Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku, Bandaríkjunum, Chile, Argentínu og fl. verða könnuð. Vínsmakkið dreifist á átta vikur. Námskeiðinu lýkur með prófi og blindsmakki á völdum vínum.