Staðnám
Skráning - Gæðakerfi iðnmeistara - virkniúttekt - meistaraskólinn
Þetta námskeið er fyrir verðandi iðnmeistara. Tilgangur þess er að auka skilning þátttakenda á uppbyggingu og hlutverki gæðakerfa og hvernig virkniúttekt er framkvæmd á þeim. Farið er í gegnum gæðakerfi sem sniðið er að þörfum iðnmeistara og helstu þætti í virkni þess. Gerð er grein fyrir helstu kröfum sem gerðar til úttekta sem fara fram á framkvæmdatíma. Farið er í gegnum ferli virkniúttektar sem framkvæmd er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þegar hún fer fram. Til þess að geta tekið að sér verkefni sem eru úttektarskyld þurfa iðnmeistarar að vera með umrætt gæðakerfi. Námskeiðsgögnin geta nýst sem grunnur að gæðakerfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu er byggingarstjóri og iðnmeistari og hefur sjálfur farið í gegnum virkniúttektir á eigin gæðakerfum.