Staðnám (fjarnám í boði)
Skráning - Stefnumót við hönnuð-Möguleikar Illustrator
Hvernig nýta hönnuðir sér Illustrator og hvernig spilar forritið saman við önnur Adobe-forrit? Hver er þróunin í notkun þess með tilkomu gervigreindar og hvaða skemmtilegu möguleika býður forritið upp á í hönnunarvinnu? Þessum spurningum mun Björn Þór Björnsson margreyndur grafískur hönnuður svara. Hann fer yfir nýjustu útgáfu Illustrator og deilir með þátttakendum nokkrum nýlegum verkefnum sem hann vann í forritinu.