Staðnám
Skráning - Hagnýting gervigreindar í iðnaði
Gervigreind sem meikar sens – Lærðu að láta ChatGPT vinna fyrir þig Námskeiðið er ætlað fagfólki í iðnaði og öllum þeim sem vilja: • Kynnast möguleikum gervigreindar á praktískan hátt. • Bæta verklag og skilvirkni í daglegum störfum með ChatGPT. • Undirbúa sig fyrir stafræna umbreytingu og tileinka sér hæfni í hagnýtingu gervigreindar. Athugið: Grunnkunnátta í tölvu- eða farsímanotkun er nauðsynleg. Þátttakendur verða að vera sæmilega sjálfstæðir í notkun tækisins að því leiti sem snýr ekki að ChatGPT forritinu. Þátttakendur skulu fara varlega og tryggja að þeir séu að sækja og kaupa sér rétta þjónustu þar sem ýmsar eftirhermur eru til. Í snjallsímum skal leitað að “ChatGPT” eftir “OpenAI” og á netinu skal nota https://chatgpt.com/