Staðnám (fjarnám í boði)
Skráning - Stefnumót við hönnuð- bókahönnun
Á þessu námskeiði lýsir bókahönnuðurinn Helga Dögg Ólafsdóttir sinni reynslu sem bókahönnuður. Helga Dögg fer yfir sín verk og þau atriði sem hún hefur í huga í hönnun og frágangi algengra prentverka, svo sem bókar og tímarits. Þátttakendur leysa algeng og almenn verkefni og Helga Dögg deilir verkefnum þar sem hún hefur staðið frammi fyrir vandamálum sem krefjast sérkunnáttu við að leysa en þá reynist fagfólk í prentsmiðjum vel. Allir þátttakendur fá aðgang að stuttu vefnámskeiði þar sem farið er stuttlega í grunnatriði forritsins.