Staðnám
Skráning - Vottaðir suðuferlar - yfirseta
Iðan fræðslusetur í samstarfi við TUV-Nord býður fyrirtækjum og einstaklingum að vinna suðuferla til vottunar hjá viðurkenndum samstarfsaðila TUV hér á Íslandi. Hlutverk Iðunnar felst í því að sjá um yfirsetu við framkvæmd suðuferilsins og afhendingu prófgagna til rannsóknarstofu TUV. Eftir að rannsóknarstofa TUV hefur viðurkennt ferilinn með viðeigandi prófunum fær fyrirtæki/einstaklingur vottaðan suðuferil ásamt reikningi frá TUV-Nord. Kennarar geta gefið upplýsingar um verð fyrir mismunandi suðuferla skv. verðskrá TUV.